29.12.2011 | 18:01
Hvað vakir fyrir Hreyfingunni?
Afhverju að framlengja líf ríkisstjónar sem hefur afrekað eftirfarandi:
- Skuldavandi heimilanna er enn óleystur þremur árum eftir bankahrun og ríkisstjórnin hefur engar lausnir.
- Langtímaatvinnuleysi hefur fest sig í sessi og atvinnurekendur eru svartsýnir á stöðuna enda lítinn skilning að finna hjá ríkisstjórninni á mikilvægi atvinnuuppbyggingar.
- Þúsundir Íslendinga hafa flúið land og unga fólkið heldur áfram að flytja til Noregs.
- Ítrekað hafa verið svikin loforð um afnám verðtryggingar.
- Helbrigðiskerfinu hefur verið rústað og forgangsröðun í ríkisfjármálum er ekki í þágu velferðar eins og lagt var upp með.
- Ný og gegnsæ vinnubrögð komast ekki á dagskrá og átök innan ríkisstjórnarinnar eru daglegt brauð.
Allir vita að í forystu núverandi ríkisstjórnar eru gamlir hundar sem engar breytingar vilja og það er ótrúlegt að ætla að framlengja líf hennar.
Hvað vakir fyrir Hreyfingunni ? Getur verið að þar séu menn fremur að hugsa um að framlengja eigið pólitískt líf um 18 mánuði? Gangi Hreyfingin til liðs við ríkisstjórnina þá er hún að framlengja aðgerðarleysið sem þau hafa gagnrýnt.
Hugsuðurinn, ef hugsuð skyldi kalla, á bak við þetta er hrunráðherrann Össur Skarphéðinsson. Hann virðist vera búinn að koma þeim fjarstæðukenndu hugmyndum inn hjá Hreyfingunni að miklar breytingar verði á grunnstefnu ríkisstjórnarinnar ef þau gangi til liðs við hana.
Það blasir við öllum að fyrir Össuri og Samfylkingunni vakir það eitt að framlengja líf dauðrar ESB umsóknar. Enda er það eina lausn Samfylkingarinnar á öllum vanda og líklega það eina sem heldur þessari ósamstæðu hjörð saman.
Það sem þó er ótrúlegast við þetta allt er að formaður Vg skuli vera orðinn svo mikill hluti af Samfylkingunni að hann ætli að láta hana vaða yfir samráðherra sína með þessum hætti... Er hann kannski nýja formannsefnið sem Össur var að tala um?
Það er vonandi fyrir íslenska þjóð að Hreyfingin sjái að sér...
Undirstrikar óvissu hjá stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hreyfingin veit að þau verða aldrei kosin aftur á þing, því eru þau auðveld í taumi og til í að gera hvað sem er. En Hreyfinguna grunar líka að að við almenningur sjáum í gegnum þau- og það gerum við.
Allt tal um skilyrði Hreyfingarinnar fyrir stuðningi eru tóm látalæti og uppgerð. Að gera samning við þessa ríkisstjórn um afnám verðtryggingar eða niðurfelling skulda heimilanna flokkast í besta falli sem áramótaglens. Allir vita að það er ekki hægt að treysta orði sem þessi ríkistjórn lofar, afhverju ættu þau að efna eitthvað við Hreyfinguna.
Anna Björg Hjartardóttir, 29.12.2011 kl. 18:38
Greinilegt er að þú gerir þér ekki grein fyrir forgangsröðun. Fyrst þurfti að koma bankakerfinu og efnahagskerfinu aftur af stað. Átti að byrja á því að fella niður skuldir um 20% einsog Sigmundur Davíð vildi? Sú hugmynd byggðist fremur á lýðskrumi fremur en skynsemi enda til þess fallin að auka fylgi með vinsælu slagorði eins og 110% lánastefnu eins og Framsóknarflokkurinn vildi fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn er ein versta óheillakráka íslenskra stjórnmála enda hafa margir ævintýramenn komið þar við sögu sem oft vilja hygl sér og sínum fremur en að stuðla að almannahag.
Eg er sem þúsundir fylgismanna VG mjög óánægður með þá ákvörðun að þú stökkst fyrir borð ásamt Atla og Lilju. Sú ákvörðun ykkar varð í raun hvalreiki fyrir þá braskara sem enn eru meira og minna með stjórnartaumana bak við tjöldin. Völd ríkisstjórnar eru takmörkuð og þau því oft ranglega kent um það sem aflaga fer. Öðru máli gildir um þá ríkisstjórn sem hyglaði og efldi hag braskaranna. Innan stjórnarandstöðunnar eru margir fulltrúar þeirra braskaraafla sem nú þurfa að öllum líkindum að gæta betur að réttarstöðu sinni þegar rannsókn hrunsins nær meiri árangri. Ekki ætlar góður drengur úr Dölum vestur að verja það svínarí?
Með von um betri stundir en án Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2011 kl. 20:15
Hér tjáir sig ein helsta brekka stjórnmálanna í dag, sá sem samkvæmt eigin skilgreiningu er nýlega vaxinn uppúr því að vera hvolpur og svo vitnað sé í DV (sem aldrei fer með fleipur), er hugsanlega tilvonandi húsdýr í torfkofa Sigmundar Davíðs ásamt Jóni Bjarnasyni. Fer vel á því að þeir taki höndum saman í krossferð sinni gegn ESB, því víst myndi það gefa sjónarmiðum Jóns meiri dýpt, vídd, ljóma og kraft að hið unga stjórnmálaljón félli í hans faðm. Þannig er þá komið fyrir Framsóknarflokknum að hann innbyrðir hvern sem er og til hvers sem er og boðið er: Ekki hugsa gott fólk, því við gerum það fyrir ykkur.
Ingimundur Bergmann, 29.12.2011 kl. 21:07
Rólegur Ásmundur gleymdu því ekki að þú stakst kjósendur þína af þín atkvæði voru ekki greidd Framsókn á sínum tíma
'Astþór Ág. (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 22:39
Ég vil ekki trúa því að Hreyfingin láti ginnast að gerast hækja ríkisstjórnarinnar og fá einungis að launum 18 mánaða þingsetu. Óljós loforð um minniháttar leiðréttingar á stefnu Jóhönnu gleypa bara kjánar. Hins vegar er ekki útilokað að þessir 3 þingmenn Hreyfingarinnar séu að undirbúa inngöngu í Samfylkinguna og þá verður hegðun þeirra undanfarna mánuði hugsanlega skiljanleg.
Samfylkingin getur auðvitað ekki lofað þeim Brigittu, Þór og Margréti þingsætum að loknum nærstu kosningum, einfaldlega vegna þess að á þeim bæ verða ekki mörg þingsæti til skiptanna. Getur Samfylkingin boðið nokkuð annað en táknrænar vegtyllur, eins og ráðherrastól eða þingforsetastól ?
Samt verður ekki annað séð en Biritta sé með einhverjar vonir um frama á vegum ríkisstjórnarinnar, því að samstarf hennar við ríkisstjórnina í utanríkisnefnd hefði annars verið glórulaus. Hún lét telja sig með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, þótt hún sé bara áheyrnarfulltrúi og hafi því varla atkvæðisrétt.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 29.12.2011 kl. 22:58
Hvernig má það vera að atkvæði greitt VG komi inn þingmanni hjá Framsókn ? Það þarf að stokka upp eitt og annað í stjórnmálunum. Það er alveg ljóst.
Anna Einarsdóttir, 29.12.2011 kl. 23:19
Þegar verðbólga var vandamál árið 2006 þá ályktaði Framsóknarflokkurinn um verðbólguna: "Þótt verðbólga sé slæm þá er tímabundin verðbólga ásættanlegri en tímabil atvinnuleysis..."
Hvaða hugmyndir hafði Framsóknarflokkurinn á þessum tíma um það hvernig fjölskyldur ættu að standa undir þessum síaukna kostnaði? Sérstaklega þegar skýrsla sem Seðlabankinn skrifaði um tillögu Framsóknarflokksins um 100% lánin frá 2004 benti á að stór hluti fasteignaeigenda myndu missa alla sína eign í fasteignunum þegar hagkerfið færi að hægja á sér?
Hvaða hugmyndir hafði Framsóknarflokkurinn um lausn á þessum vanda sem varð ljós árið 2004 og 2006 annað en að auka verðbólgu?
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 23:54
Ekki var Guðmundur Steingrímsson lengi í Framsóknarflokknum. Honum leið illa við hliðina á formanninum sem tengist braski og óheilindum.
Eitt kosningaloforða Framsóknarflokksins í einkavæðingavímunni var 110% íbúðalán! Þessi lán voru notuð að verulegu leyti til aukinnar neyslu, skammsínna fjárfestinga eins og óhagkvæmara húsnæðis.
Þúsundir heimila hafa verið að sligast undir þessum skuldum. Allt í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins!
Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2012 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.