Áramótaávarp forsetans - Var þetta nei eða já?

Það voru nokkur atriði sem vöktu athygli í áramótaávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

1. Efnahagsvandi ESB og breytt heimsmynd.  Hann fór yfir þá efnahagslægð sem er í ESB og það hvernig heimsmyndin væri að breytast með auknum styrk þjóða á borð við Kína og Indland. Ólafur hefur talað fyrir því að þjóðin byggði upp aukin samskipti við þessi ríki. Það væri óskandi að sambærilega víðsýni í utanríkismálum væri að finna hjá forystumönnum ríkisstjórnarinnar.

2. Mikilvægi norðurslóða og sóknarfæri Íslendinga. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær sigingar um norðurleiðina hefjast en þá er lega Íslands mjög mikilvæg.  Auk þess hafa erlendar skýrslur fjallað um að framtíðarorkuforði heimsins sé á norðurslóðum. Það hefur ítrekað komið fram að Ólafur gerir sér vel grein fyrir þessum breytingum og þeim sóknarfærum sem þetta mun hafa í för með sér.

3. Icesave - lýðræðislegur sigur þjóðarinnar. Icesave málið bar á góma en þar á Ólafur heiður skilið fyrir að gæta lýðræðislegra hagsmuna almennings. Þegar Ólafur vísaði Icesave til þjóðarinnar þá voru margir sem sögðu að hann myndi ekki gera það vegna gamalla pólitískra tengsla við ríkisstjórnarflokkana. Í þessu máli sýndi Ólafur þó að hann hefur ekki verið handbendi ákveðinna stjórnmálaflokka.

4. Föst skot á ríkisstjórnina - forgangsröðun í ríkisfjármálum. Forsetinn skaut föstum skotum á ríkisstjórnina þegar hann fór yfir mikilvægi þess að gæta aðhalds og í því sambandi rakti hann hvernig skrifstofa forseta Íslands væri með sama starfsmannafjölda og verið hafi fyrir 20 árum. Á sama tíma hefðu ríkisstofnanir og ráðuneyti þanist út meðan skorið væri niður í velferðarkerfinu.

5. Gefur ekki kost á sér aftur - Hvert stefnir hann? Það sem hinsvegar stendur uppúr er óljós tilkynning forsetans þess efnis að hann muni ekki gefa kost á sér á nýjan leik. Ólafur Ragnar nýtur stuðnings í embætti forseta Íslands og ég er þess fullviss að hann hefði náð endurkjöri hefði hann ákveðið að gefa kost á sér áfram. Í ljósi þess hversu óljós hann var í máli sínu þá vaknar eðlilega sú spurning hvort hann sé að kalla eftir áskorunum?

Í máli sínu sagði hann síðan að þetta væri ekki endirinn heldur upphafið og að forsetaembættið hindraði hann á margan hátt. Ef Ólafur Ragnar ætlar að hætta hvert stefnir hann þegar hann er orðinn fyrrverandi forseti Íslands?

Eitt er víst, þar til þetta skýrist þá mun hann verða mikið í umræðunni...


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Ásmundur Einar !

Þakka þér fyrir; þessa hugleiðingu.

En; finnst þér ekki tímabært, að þú fáir röskt fólk í lið með þér, innan ''Framsóknarflokksins''; til þess að fletta ofan af þjófa- og svika bælum Halldórs Ásgrímssonar, og Hýenu gengis hans ?

Ekki er þess að vænta; að draslarinn Sigmundur Davíð Gunn laugsson, taki upp á því á næstunni, Dalamaður góður.

Með; Áramótakveðjum þó, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:51

2 identicon

Afhverju kallarðu þig þingmann Framsóknarflokksins? Ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn en samt fékkst þú meðal annarra mitt atkvæði!! Hverslags rugl er þetta!? Þegar menn segja sig úr flokki og ganga svo erinda þeirra sem ekki kusu hann ganga semsagt í annan flokk eiga ekki að setja áfram á þíngi!! Þetta er óvirðing við mitt atkvæði að minnsta kosti! Varamaður þinn fyrir VG átti að taka þitt sæti!! Ég hef aldrei kosið þennan Framsóknarflokk!! Helvíti bara!!

Jóhann Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband