Færsluflokkur: Bloggar

Er hættuleg sókn í uppsiglingu?

Mikið er fjallað um aukin samruna innan Evrópusambandsins og að völdin færist í auknu mæli frá aðildaríkjum til embættismanna í Brussel. Þeir sem aðhyllast ESB aðild Íslands telja þetta mjög jákvætt og segja sumir að þetta sé liður í því að vera „þjóð meðal þjóða“. Enn eitt dæmið um þessa þróun er frumvarp sem nú er til umræðu í Evrópuþinginu og snýr að merkingum á búningum íþróttalandsliða.

Íþróttamenn klæðist ESB merktum búningum

Nái frumvarpið fram að ganga verður íþróttalandsliðum allra aðildarríkja gert skilt að merkja landsliðstreyjur sínar með fána Evrópusambandsins. ESB fánanum á einnig flagga á áberandi stað á öllum stærri íþróttarviðburðum. Þessar tillögur byggja á grunni Lissabon sáttmálans en hann gaf ESB í fyrsta skipti vald yfir öllum íþróttamálum aðildarríkja. Frumvarpið sem um ræðir hefur mætt andstöðu t.d. í Bretlandi en fréttavefurinn Express fjallaði nýverið um þetta mál og birti m.a. viðtöl við landsliðsþjálfara og fólk innan breksu íþróttahreyfingarinnar. Viðmælendur segjast vera langþreyttir á því hvernig ESB sé að skipta sér að öllum hlutum, breskir íþróttamenn muni aldrei klæðast treyjum ESB og þetta sé dæmi um það hvernig sambandið sé að þróast í átt til stórríkis fremur en samstarfs sjálfstæðra ríkja (Sjá umfjöllun Express um málið).  

 

Þjóð meðal þjóða

Íslendingar þekkja þetta betur en nokkrir aðrir að afreksfólk í íþróttum er stolt hverrar þóðar og það er fátt sem þjappar okkur meira saman heldur en íþróttaafrek unnin á erlendum stórmótum. Það er  engin  „þjóð meðal þjóða“ nema geta státað af eigin íþróttamönnum og það gera embættismenn í Brussel sér grein fyrir. Spurningin er hvenær þróunin gengur alla leið? Verður það eftir 5, 20 eða 40 ár? Bretar o.fl. gera sér auðsjáanlega grein fyrir því að það er hættuleg sókn í uppsiglingu en hvað segja Íslendingar? Er þetta hluti af því að vera þjóð meðal þjóða?


Er kominn tími á að sniðganga Gylfa Arnbjörnsson?

Gylfi Arnbjörnsson, einn helsti leiðtogi alþýðu þessa lands,  fer mikinn gegn íslenskum landbúnaði í dag. Hann tekur upp málflutning Samfylkingarinnar og ræðst á íslenska matvælaframleiðslu. Það er mjög sérstakt að forseti ASÍ skuli hvetja Íslendinga til að sniðganga innlenda framleiðslu á sama tíma og gjaldeyrir er af skornum skammti og atvinnuleysi í hæstu hæðum. Maður hefði haldið að það ætti að vera keppikefli Alþýðusambandsins að auka innlenda framleiðslu á öllum sviðum.  

Vaskleg framganga Gylfa fyrir stefnumálum Samfylkingarinnar nær nú nýjum hæðum og það er kannski ekki að ástæðulausu sem gárungarnir segja að hann starfi sem vinstri hönd Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingarinnar. Það voru fáir sem börðust harðar gegn almennri skuldaleiðréttingu heimilanna í landinu. Barátta hans fyrir samþykkt Icesave samningana er flestum í fersku minni en þar tók hann stöðu með þeim sem vildu að alþýða landsins ábyrgðist skuldir fallinna einkabanka.  Öllum er einnig ljóst að hann notar hvert tækifæri til baráttu sinnar fyrir ESB aðild.   

Nú fjallar hann um samráð bænda gegn fólkinu í landinu. Það væri kannski rétt hjá forseta ASÍ að skoða ástæður þess að íslenskar landbúnaðarafurðir hafa haldið verðbólgunni niðri frá hruni á meðan innflutt matvæli hafa hækkað hana. Man heldur nokkur eftir því að Gylfi Arnbjörnsson hafi gert athugasemdir við að stórkaupmenn og milliliðir taki aukinn hlut í útsöluverði? Hvað tefur forseta alþýðunnar að taka þann slag?  

Ég trúi því ekki að allir félagsmenn sambandsins séu sammála þeirri vegferð sem forsetinn er á


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband