Er hættuleg sókn í uppsiglingu?

Mikið er fjallað um aukin samruna innan Evrópusambandsins og að völdin færist í auknu mæli frá aðildaríkjum til embættismanna í Brussel. Þeir sem aðhyllast ESB aðild Íslands telja þetta mjög jákvætt og segja sumir að þetta sé liður í því að vera „þjóð meðal þjóða“. Enn eitt dæmið um þessa þróun er frumvarp sem nú er til umræðu í Evrópuþinginu og snýr að merkingum á búningum íþróttalandsliða.

Íþróttamenn klæðist ESB merktum búningum

Nái frumvarpið fram að ganga verður íþróttalandsliðum allra aðildarríkja gert skilt að merkja landsliðstreyjur sínar með fána Evrópusambandsins. ESB fánanum á einnig flagga á áberandi stað á öllum stærri íþróttarviðburðum. Þessar tillögur byggja á grunni Lissabon sáttmálans en hann gaf ESB í fyrsta skipti vald yfir öllum íþróttamálum aðildarríkja. Frumvarpið sem um ræðir hefur mætt andstöðu t.d. í Bretlandi en fréttavefurinn Express fjallaði nýverið um þetta mál og birti m.a. viðtöl við landsliðsþjálfara og fólk innan breksu íþróttahreyfingarinnar. Viðmælendur segjast vera langþreyttir á því hvernig ESB sé að skipta sér að öllum hlutum, breskir íþróttamenn muni aldrei klæðast treyjum ESB og þetta sé dæmi um það hvernig sambandið sé að þróast í átt til stórríkis fremur en samstarfs sjálfstæðra ríkja (Sjá umfjöllun Express um málið).  

 

Þjóð meðal þjóða

Íslendingar þekkja þetta betur en nokkrir aðrir að afreksfólk í íþróttum er stolt hverrar þóðar og það er fátt sem þjappar okkur meira saman heldur en íþróttaafrek unnin á erlendum stórmótum. Það er  engin  „þjóð meðal þjóða“ nema geta státað af eigin íþróttamönnum og það gera embættismenn í Brussel sér grein fyrir. Spurningin er hvenær þróunin gengur alla leið? Verður það eftir 5, 20 eða 40 ár? Bretar o.fl. gera sér auðsjáanlega grein fyrir því að það er hættuleg sókn í uppsiglingu en hvað segja Íslendingar? Er þetta hluti af því að vera þjóð meðal þjóða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Adonnino hefur verið vakinn upp og draugurinn settur í sóknina! Fréttir af fánasektum og hugmyndir um afskipti af íþróttum eru til merkis um það.

Verkefni Adonnino nefndarinnar var að efla evrópska þjóðarvitund (to develop loyalty and affection towards the EU) með táknum af ýmsu tagi: Fáninn, þjóðsöngurinn, Evrópudagurinn, vegabréf og bílnúmeraplötur er allt frá Adonnino.

Sumar hugmyndir nefndarinnar hafa ekki komið til framkvæmda ennþá, eins og ESB lottóið, Sjónvarpsstöð ESB og stofnun "The EU Symphony Orchestra".

En þetta eru bara umbúðirnar, það er innihaldið - the ever closer union - sem er meiri ástæða til að varast.

Haraldur Hansson, 19.7.2011 kl. 12:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ásmundur minn. Þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér í þessum pistli.

Ég vil minna á orð Jens Stoltenberg, eftir fundinn á Egilsstöðum með forætisráðherrum norðurlandanna fyrir nokkrum misserum síðan. Hann benti á það í fréttum í norska sjónvarpinu, að íslendingar yrðu að gera sér grein fyrir hvað inngangan í ESB þýðir í raun, með kostum og ókostum.

Jóhanna Sigurðardóttir blessunin sagði sinni þjóð, eftir þennan fund á Egilsstöðum, að Jens Stoltenberg væri mjög jákvæður fyrir inngöngu Íslands í ESB?

Þarna var sannleikanum hættulega hagrætt hjá Jóhönnu blessaðri, svo ekki sé sterkara til orða tekið! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2011 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband